Taktu þátt í mótun kröfugerðar Framsýnar!

Framsýn stéttarfélag hefur hafið undirbúning að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast á næstu mánuðum við Samtök atvinnulífsins, ríkið og sveitarfélög.

Samninganefnd félagsins hefur samþykkt að leita til félagsmanna varðandi þau áhersluatriði sem þeir vilja fá inn í kröfugerðina. Skoðanir félagsmanna eru afar mikilvægar og því leggjum við mikla áherslu á að sem breiðust þátttaka náist til að raddir allra félagsmanna fái að heyrast í endanlegri kröfugerð sem verður aðgengileg á heimasíðu félagsins, framsyn.is,  um leið og gengið hefur verið frá henni endanlega.

Áherslur félagsmanna sendist sem fyrst á netfang Samninganefndar félagsins, kuti@framsyn.is.

Þátttaka þín skiptir verulega miklu máli!

Samninganefnd Framsýnar

Deila á
Hermann Finnbjörnsson Fréttir