Sólveig Jónsdóttir sigraði glæsilega í formannskjöri Eflingar á dögunum og náði endurkjöri. Allt frá því að hún tók við sem formaður félagsins af Sigurði Bessasyni hefur hún verið í góðu sambandi við forystumenn innan annarra stéttarfélaga sem kallað hafa eftir breytingum á Íslenskri verkalýðsbaráttu. Þar hefur hún átt samleið með formönnum Framsýnar, VR og Verkalýðsfélags Akraness sem eru með henni á meðfylgjandi mynd. Framundan eru þing Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Íslands þar sem gengið verður frá kjöri í helstu embætti á vegum verkalýðshreyfingarinnar til næstu tveggja ára auk þess sem áherslur hreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins verða mótaðar enda kjarasamningar lausir 1. nóvember nk. Verkalýðshreyfingin stefnir að því að koma baráttuglöð til komandi kjaraviðræðna við SA með kraftmikið fólk í forystusveit verkafólks, vonandi gengur það eftir.