Borgarhólsskóli í heimsókn

Nemendur í 10. bekk Borgarhólsskóla komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun til að fræðast um starfsemi stéttarfélaga, það er tæplega þrjátíu nemendur. Með í för var kennarinn þeirra Nanna Möller. Fulltrúi stéttarfélaganna fór yfir tilgang og markmið stéttarfélaga á vinnumarkaði auk þess að fara yfir innihald kjarasamninga. Nemendurnir meðtóku fræðsluna og spurðu út í hitt og þetta er tengis tilgangi stéttarfélaga og réttindum þeirra á vinnumarkaði.  Það er ánægjulegt til þess að vita að grunn- og framhaldsskólar á svæðinu hafa lagt mikið upp úr því að fá forystumenn stéttarfélaga inn í skólana með fræðslu.

Deila á