Til hamingju Sólveig Anna og B – listinn

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Efl­ing­ar, náði kjöri sem formaður Eflingar á ný sem ber að fagna sérstaklega.

Það varð ljóst þegar úr­slit úr stjórn­ar­kjöri Efl­ing­ar voru til­kynnt í gærkvöldi. B-list­inn sem Sól­veig fór fyr­ir hlaut flest at­kvæði.

Sól­veig Anna mun taka við af Agnieszku Ewa Ziół­kowska, sett­um for­manni, á aðal­fundi fé­lags­ins sem væntanlega verður haldinn í apríl samkvæmt því sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Þrír list­ar buðu fram í stjórn­ar­kjör­inu; A-listi – Efl­ing­ar­list­inn og var Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir odd­viti hans, B-listi – Bar­áttulist­inn sem Sól­veig Anna veitti for­ystu og C-listi – sem Guðmund­ur Jónatan Bald­urs­son fór fyr­ir. 

Á kjör­skrá voru 25.841 en 3.900 manns (15,09 pró­sent) greiddu at­kvæði. Þau féllu svona: 

A-listi: 1434 at­kvæði, 36,77 pró­sent,

B-listi: 2042 at­kvæði, 52,49 pró­sent,

C-listi: 331 at­kvæði, 8,49 pró­sent,

88 tóku ekki af­stöðu.

Meðfylgjandi þessari frétt er mynd af Sólveigu Önnu þegar hún var á fundi á vegum Starfsgreinasambands Íslands í Mývatnssveit. Með henni á myndinni er góður frændi hennar, sjálfur Þorlákur P. Jónsson.

Deila á