Framsýn stéttarfélag auglýsir eftir aðilum til að bjóða sig fram í stjórn Stapa lífeyrissjóðs kjörtímabilið 2022-2024. Launþegar skipa sameiginlega fjóra stjórnarmenn í stjórn sjóðsins og fulltrúaráð sjóðsins staðfestir skipunina. Framsýn tilnefnir einn aðila í stjórn Stapa á næsta ársfundi sjóðsins. Tilnefning Framsýnar tekur mið af kynjasamsetningu stjórnar.
Áhugasöm geta gefið kost á sér með að senda kynningarbréf og starfsferilskrá eigi síðar en 28. febrúar 2022. Gögn skulu berast í tölvupósti á póstfangið kuti@framsyn.is eða á skrifstofu Framsýnar merkt „Framsýn/Stapi“.
Við mat á hæfi umsækjanda verður m.a. horft til eftirfarandi:
- Umsækjandi skal vera launþegi (ekki sjálfstætt starfandi/einyrki) sem greiðir skyldubundið lífeyrisiðgjald til Stapa lífeyrissjóðs og sé einnig félagsmaður í Framsýn.
- Umsækjandi skal uppfylla skilyrði m.a. um fjárhagslegt sjálfstæði, óflekkað mannorð, þekkingu og starfsreynslu í samræmi við ákvæði reglna 180/2013 um framkvæmd hæfismats framkvæmdastjóra og stjórnarmanna lífeyrissjóða.
- Umsækjandi skal vera reiðubúinn að undirgangast munnlegt hæfismat Fjármálaeftirlitsins.
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Árni Baldursson í síma 8646604, tölvupósti kuti@framsyn.is og á skrifstofu Framsýnar.