Þingeyingar í sviðsljósinu – frábær landkynning

Hinn þekkti sjónvarpsmaður Alexander Armstrong hjá BBC ferðaðist nýlega til Íslands og tók upp nokkra áhugaverða þætti sem hafa verið til sýnis á sjónvarpsstöðinni BBC undir nafninu earth premiere. Meðal efnis í einum þættinum er heimsókn hans til Húsavíkur auk þess sem hann gaf sér tíma og fór í Kelduhverfi, Mývantssveit og víðar um héraðið. Þeir sem hafa aðgengi að BBS ættu að skoða þessa þætti og umfjöllunina um mannlífið í Þingeyjarsýslum, frábærir þættir og góð landkynning. Þátturinn var á dagskrá síðasta þriðjudag. Sjá má hann taka viðtöl m.a. við Ágústu í Garði, Óðinn Sig á Húsavík, Sollu Skúla og  Hrannar Guðmundsson.

Deila á