Breytingar á kjörum iðnaðarmanna 1. janúar 2022

Launabreytingar 1. janúar 2022

Frá 1.1.2022 tekur gildi einhliða ákvörðun starfsmanna í kosningu, þar sem meirihluti ræður, um að stytta vinnutímann. Ákvæðið á við ef ekki er búið að semja um vinnutímastyttingu í samræmi við grein 3.1.2. í kjarasamningi um styttingu vinnutímans. Grein 5.13 í kjarasamningum Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins:

Staðlaður, valkvæður fyrirtækjaþáttur (gildir frá 1.1.2022)

Hafi ekki verið gert samkomulag á grundvelli þessa kafla um fyrirkomulag vinnutíma geta starfsmenn fyrirtækis kosið um upptöku staðlaðs fyrirtækjaþáttar kjarasamnings. Í staðlaða fyrirtækjaþættinum felst 36 stunda og 15 mínútna virkur vinnutími á viku að jafnaði (virkur vinnutími að jafnaði 7 klst. og 15 mín. á dag).

Náist ekki samkomulag um fyrirkomulag styttingar verður virkur vinnutími á dag 7 klst. og 15 mínútur. Deilitala til útreiknings tímakaups verður 157,08 og greiðist yfirvinna 2 fyrir vinnu umfram 40,25 klst. á viku að meðaltali á mánuði / launatímabili. Dagleg viðvera á vinnustað er virkur vinnutími að viðbættum tíma sem starfsmaður er ekki við störf.

Það að taka upp staðlaðan, valkvæðan fyrirtækjaþátt skv. grein 5.13 hefur ekki áhrif á kaffitíma en ef kaffitímum hefur verið breytt þá eigi vinnutími að vera 36 klst. 

Upptaka staðlaðs fyrirtækjaþáttar hefur ekki áhrif á vinnutíma á vinnustöðum þar sem virkur vinnutími er styttri en 36 stundir og 15 mínútur.

Staðlaður fyrirtækjaþáttur tekur gildi í upphafi þar næstu mánaðamóta eftir samþykkt hans hafi tillaga um upptöku hans verið samþykkt í leynilegri atkvæðagreiðslu skv. 5. kafla kjarasamnings sem trúnaðarmaður starfsmanna stendur fyrir.

Sé gert samkomulag um annað fyrirkomulag vinnutíma á grundvelli þessa kafla fellur staðlaður fyrirtækjaþáttur niður á sama tíma.

Fyrsta skrefið til að nýta þetta ákvæði er að hafa samband við þitt stéttarfélag:

  • Láta greina núverandi vinnutíma.
  • Fá svar um hvað er mikið rými til styttingar
  • Fá svör um næstu skref.

Launahækkanir 1. janúar 2022

Almenn launahækkun: Mánaðarlaun þeirra sem taka ekki laun eftir gildandi launatöflu Samiðnar hækka um kr. 17.250 á mánuði. Taki menn hins vegar laun eftir gildandi kauptöxtum hækka mánaðarlaunin um kr. 25.000,- á mánuði.https://samidn.is/2012/08/31/launataxtar-samtoek-atvinnulifsins/embed/#?secret=Cu1kRTM5DV

Deila á