Dagatöl í boði – auka prentun

Dagatöl stéttarfélaganna kláruðust um áramótin enda greinilega mjög vinsæl. Vegna fjölda áskorana höfum við nú látið prenta fleiri eintök. Félagsmönnum sem og öðrum áhugasömum stendur til boða að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna eftir helgina og fá gefins dagatöl vegna ársins 2022. Að þessu sinni eru myndirnar sem prýða dagatölin eftir áhugaljósmyndarana Gauk Hjartarson og Hafþór Hreiðarsson. Minnisbækur eru einnig í boði fyrir þá sem vilja.

Deila á