Dagatöl stéttarfélaganna kláruðust um áramótin enda greinilega mjög vinsæl. Vegna fjölda áskorana höfum við nú látið prenta fleiri eintök. Félagsmönnum sem og öðrum áhugasömum stendur til boða að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna eftir helgina og fá gefins dagatöl vegna ársins 2022. Að þessu sinni eru myndirnar sem prýða dagatölin eftir áhugaljósmyndarana Gauk Hjartarson og Hafþór Hreiðarsson. Minnisbækur eru einnig í boði fyrir þá sem vilja.
