Vilt þú taka þátt í starfi Þingiðnar?

Fljótlega upp úr áramótum mun Kjörnefnd Þingiðnar koma saman til að stilla upp í trúnaðarstöður á vegum Þingiðnar fyrir næsta kjörtímabil sem er 2022 til 2024. Stilla þarf upp í stjórn félagsins, varastjórn, trúnaðarmannaráð, varatrúnaðarmannaráð og í aðrar stjórnir og nefndir á vegum félagsins.

Félagsmenn sem verið hafa í trúnaðarstörfum fyrir félagið og vilja víkja eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á netfangið kuti@framsyn.is fyrir 10. janúar nk. Þann dag mun Kjörnefnd félagsins koma saman til að stilla upp félagsmönnum í trúnaðarstöður fyrir komandi kjörtímabil. Þá eru þeir félagsmenn sem vilja taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið sömuleiðis beðnir um að hafa samband með því að senda póst á uppgefið netfang í þessari frétt, það er fyrir 10. janúar.

Deila á