Þar sem tilfellum Covid hefur fjölgað í þjóðfélaginu viljum við beina þeim tilmælum til félagsmanna og annarra viðskiptavina Skrifstofu stéttarfélaganna að fara varlega. Liður í því er að takmarka heimsóknir á skrifstofuna. Þess í stað er mikilvægt að notast við síma eða tölvupósta þurfi menn á þjónustu stéttarfélaganna að halda. Beðist er velvirðingar á þessum takmörkunum.
Starfsfólk Skrifstofu stéttarfélaganna