Uppstilling framundan -Alltaf pláss fyrir áhugasama

Eftir áramótin hefst vinna hjá Uppstillinganefnd Framsýnar að stilla upp fólki í trúnaðarstöður fyrir félagið til næstu tveggja ára, það er frá árinu 2022 til 2024 sem er komandi kjörtímabil. Stilla þarf upp í stjórn, varastjórn, trúnaðarráð, stjórnir sjóða og nefnda á vegum félagsins og leggja fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður fyrir vorið 2022. Samtals þarf að stilla upp um 80 félagsmönnum í þessi embætti sem getið er um á heimasíðu félagsins undir stjórn og nefndir. Skorað er á áhugasama félagsmenn, sem eru á vinnumarkaði, að gefa kost á sér í þessi gefandi embætti á vegum eins öflugasta stéttarfélags landsins. Áhugasamir sendi póst á netfangið kuti@framsyn.is fyrir 20. janúar 2022.

Deila á