Kristján Ingi Jónsson formaður Björgunarsveitarinnar Núpa í Öxarfirði kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna á aðventunni og tók við 250.000 króna gjöf frá Framsýn. Gjöfin er hluti af framlagi Framsýnar til björgunarsveita í Þingeyjarsýslum. Um 30 manns eru skráðir í sveitina sem er með aðstöðu á Kópaskeri. Að sögn Kristjáns Inga er unnið að því að efla sveitina með kaupum á tækjum og þá er mikill áhugi fyrir því að eignast nýtt og hentugt húsnæði undir starfsemina