Vinaleg verslun við höfnina

Við Húsavíkurhöfn rekur Ísfell fataverslun með þekktum vörumerkjum auk þess að vera með gönguskíði og annan útbúnað sem tengist þessari vinsælu íþrótt. Þar er einnig hægt að fá faglega ráðgjöf varðandi útbúnað sem þarf til ætli menn að stunda eða æfa gönguskíði. Þær Hafdís Gunnars verslunarstjóri og Justyna Lewicka taka vel á móti öllum þeim sem leggja leið sína í búðina. Þær voru ánægðar með verslunina og sögðu mikið að gera, þar væri hægt að gera góð kaup fyrir jólin. Sá sem þetta skrifar gerði sér ferð í búðina í vikunni og tekur heilshugar undir með Justynu og Hafdísi. Vinaleg verslun með gott vöruúrval og hagstætt verð.

Verslun Ísfells er að Suðurgarði 2 þar sem veiðarfæragerð fyrirtækisins er einnig til húsa.

Deila á