Stórbrotinn menningarviðburður – Hógværðin uppmáluð í Grobbholti

Hérna Húsavík er vinalegt kaffihús sem bíður upp á góða þjónustu og veitingar á heimsmælikvarða. Þá bíður kaffihúsið reglulega upp á áhugaverðar uppákomur. Sem dæmi má nefna að undanfarið hafa ýmsir aðilar verið fengnir til að koma og lesa upp úr skemmtilegum bókum. Í dag kl. 16:30 er komið að formanni Framsýnar að lesa upp úr bókinni „Á ferð og flugi“ með Guðna Ágústsyni sem er annálaður sagnamaður og einn vinsælasti tækifærisræðumaður þjóðarinnar. Bókin kom nýlega út og hefur selst í þúsundun eintaka. Í bókinni fer Guðni með lesendum í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi, það er skemmtilega og forvitnilega viðmælendur. Guðni gerði sér að sjálfsögðu ferð í Grobbholt á Húsavík sem orðið er eitt þekktasta fjárbú á Íslandi og töldu útgefendur því við hæfi að hafa mynd úr Grobbholti á baksíðu bókarinnar. Guðjón Ragnar Jónsson fylgdi Guðna á þessum ferðum og hefur skrásett á aðgengilegan og grípandi hátt það sem á daga þeirra dreif. Í stuttu máli, þá er bókin fyndin og um leið upplýsandi bók um lífið í sveitum landsins sem rígheldur lesendum í fylgd með Guðna Ágústsyni frá Brúnastöðum. Bókinn færst m.a. í Pennanum á Húsavík á góðu verði.

Bókin, Guðni á ferð á flugi hefur fengið góða dóma. Formaður Framsýnar, sem er hér með sjálfum Guðna Ágústsyni kemur fyrir í bókinni enda hefur fjárræktin í Grobbholti vakið heimsathygli að sögn frístundabænda í Grobbholti sem við tökum lítið sem ekkert mark á.
Setið í sólinni á Húsavík, Guðni, Aðalsteinn Árni, og feðgarnir Guðjón Ragnar og Ágúst.
Staðan tekin á leiðinni upp í Grobbholt, Hannes Höskuldar, Guðni og Þráinn Gunnarsson. Það verður seint sagt um þessa menn að þeir séu skoðanalausir.
Deila á