Narfastaðir til fyrirmyndar

Það er alltaf ánægjulegt að koma í Narfastaði í Reykjadal. Þar er rekin myndarleg ferðaþjónusta og ekki skemmir fyrir að þar er metnaðarfullt starfsfólk sem leggur mikið upp úr því að skapa góða umgjörð og stemningu á staðnum. Þegar tíðindamaður heimasíðunnar bar að garði um síðustu helgi voru Unnsteinn, Heiðbjört, Ásgeir, Berglind og Rósa Ösp að störfum enda mikið að gera, nánast fullt hús af gestum.

Deila á