Taktu þátt í mótun kröfugerðar Framsýnar

Á næstu mánuðum mun Framsýn hefja vinnu við mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins, sveitarfélögin og ríkið. Samningar eru lausir haustið 2022 en viðræður við Samtök atvinnulífsins munu væntanlega hefjast á vormánuðum 2022. Stjórn Framsýnar sér ekki ástæðu til að bíða eftir kallinu heldur hefur ákveðið að hefja vinnu við mótun kröfugerðar sem verði lokið í mars á næsta ári hvað varðar kröfugerðina fyrir almenna félagsmenn innan Framsýnar. Við hvetjum félagsmenn til að koma sínum skoðunum á framfæri við félagið sem fyrst. Kröfur almennra félagsmanna verður grunnurinn að kröfugerð félagsins og lögð fyrir Samtök atvinnulífsins til frekari umræðu. Ykkar skoðanir skipta öllu máli, komið þeim á framfæri við félagið á netfangið kuti@framsyn.is. Koma svo félagar, það er okkar að berjast fyrir betri kjörum!

Stjórn Framsýnar stéttarfélags

Deila á