Er ekki bara best að vera í Framsýn?

Við bjóðum félagsmönnum upp á fjölmarga styrki, það er starfsmenntastyrki og aðra styrki sem miða að því efla heilsufar félagsmanna og takast á við tekjutap vegna veikinda með greiðslu sjúkradagpeninga eftir að veikindarétti lýkur hjá viðkomandi fyrirtæki:

  • Samkvæmt ákvæðum kjarasamninga eiga fullgildir félagsmenn rétt á kr. 130.000,- námsstyrk á ári. Geymdur 3 ára réttur félagsmanna getur numið allt að kr. 490.000,- með viðbótarframlagi frá Framsýn.
  • Fullgildir félagsmenn eiga rétt á kr. 150.000,- í fæðingarstyrk frá félaginu.
  • Fullgildir félagsmenn eiga rétt á kr. 150.000,- vegna tæknifrjóvgunar.  Greitt er fyrir tvær meðferðir.
  • Félagsmenn eiga rétt á sjúkradagpeningum í allt að fjóra mánuði vegna eigin veikinda eftir að kjarasamningsbundnum veikindarétti lýkur hjá viðkomandi fyrirtæki.
  • Félagsmenn eiga rétt á sjúkradagpeningum í allt að þrjá mánuði enda verði þeir fyrir tekjutapi vegna alvarlegra veikinda maka.
  • Félagsmenn eiga rétt á sjúkradagpeningum í allt að þrjá mánuði vegna alvarlegra veikinda barna eftir að kjarasamningsbundnum veikindarétti vegna veikinda barna lýkur hjá viðkomandi fyrirtæki.

-Það þarf ekki að koma á óvart að Framsýn er eitt eftirsóttasta stéttarfélag landsins-

Deila á