Fyrir helgina færðu fulltrúar Framsýnar Björgunarsveitinni Þingey kr. 250.000,- að gjöf til kaupa á björgunarbúnaði fyrir sveitina. Þannig vill Framsýn stuðla að öflugu starfi sveitarinnar á svæðinu, íbúum og öðrum vegfarendum til öryggis. Með gjöfinni vill félagið jafnframt þakka björgunarsveitinni fyrir óeigingjörn störf í þágu samfélagsins. Það voru forsvarsmenn Framsýnar, þau Aðalsteinn Árni Baldursson og Ósk Helgadóttir sem afhentu Steinari Karli Friðrikssyni formanni Þingeyjar gjöfina, en höfuðstöðvar Þingeyjar eru á Melgötu 9. Ljósavatnsskarði.