Stéttarfélögin hafa endurnýjað ljósritunarvél á skrifstofu félaganna. Áhugasömum, ekki síst félagasamtökum stendur til boða að fá gömlu vélina gefins en hún er vel nothæf til prentunnar næstu árin. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna hjá forstöðumanni, Aðalsteini Árna Baldurssyni sem er með netfangið kuti@framsyn.is. Koma svo!