Kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, var kallaður fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem vitni í síðustu viku. Tilefnið varðar samskipti tveggja fyrirtækja sem störfuðu á Þeistareykjum við byggingu á virkjuninni 2015 til 2016. Fyrirtækið  G&M sp. z.o.o. sem var undirverktaki hjá Munck höfðaði mál gegn fyrirtækinu til greiðslu meintra ógreiddra reikninga. Munck rifti á sínum tíma verksamningum sínum við félagið vegna vanefnda G&M á að greiða starfsmönnum sínum rétt laun o.fl. Þar sem Framsýn kom að málinu á sínum tíma var formaður félagsins kallaður til til að bera vitni og fara yfir málið frá sjónarhorni félagsins. Héraðsdómur Reykjavíkur mun væntanlega fella dóm í málinu eftir einhverjar vikur héðan í frá.

Deila á