Flugfélagið Ernir ákvað nýlega að fjölga ferðum til Húsavíkur úr 6 ferðum í 10 ferðir í viku. Breytingarnar tóku gildi frá og með 1. október. Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga verða flognar tvær ferðir hvern dag, morgunferð og síðdegisferð. Föstudaga og sunnudaga verður áfram ein hverð hvorn daginn. Þetta er því mikil viðbót við núverandi áætlun og hefur fólk nú tækifæri á að fljúga fram og til baka samdægurs fjórum sinnum í viku.
Samhliða fjölgun ferða bjóðum við fleiri nettilboð í hverri ferð og lækkum einnig verð nettilboða og barnafargjalda.
Lækkun nettilboða og barnafargjalda gildir fyrir þá sem fljúga með Erni á tímabilinu 1. október til og með 14. nóvember. Öll börn sem fljúga á þessu tímabili njóta afsláttar. Nettilboð eru í takmörkuðu mæli en þeim hefur verið fjölgað í hverri ferð á tímabilinu.