Staðfest hefur verið covid smit meðal nemenda Borgarhólsskóla á Húsavík og er hópur fólks þegar komin í sóttkví. Því miður er ekki ólíklegt að tilfellum vegna Covid geti fjölgað á næstu dögum á svæðinu. Þess vegna ekki síst, hvetjum við viðskiptavini Skrifstofu stéttarfélaganna til að notast við tæknina þurfi þeir á þjónustu stéttarfélaganna að halda. Það er að hringja eða senda okkur tölvupósta í stað þess að koma við á Skrifstofu stéttarfélaganna í leit að upplýsingum. Beðist er velvirðingar á þessari skertu þjónustu sem vonandi er bara tímabundin.