Félagsmönnum stéttarfélaganna stendur til boða að fara í sumarhús á félagssvæðinu. Framsýn á tvö orlofshús á svæðinu, annars vegar í Dranghólaskógi við Lund í Öxarfirði og hins vega á Illugastöðum í Fnjóskadal.
Orlofshúsið í Dranghólaskógi verður í útleigu í október enda verði veðrið í lagi. Um er að ræða vinarlegt hús á einum fallegasta stað landsins. Skrifstofa stéttarfélaganna á Húsavík sér um útleiguna.
Varðandi orlofshús Framsýnar á Illugastöðum, þá sjá starfsmenn Orlofsbyggðarinnar um útleiguna fyrir félagið yfir vetrartímann en orlofshúsið verður í útleigu í vetur fyrir félagsmenn. Best er að hringja í síma 4626199 vilji menn panta dvöl í orlofshúsi félagsins á Illugastöðum.