Þúsund þakkir frá hópnum

Framsýn og Þingiðn komu nýlega að því að styrkja 3 fl. kvenna og karla innan Völsungs í knattspyrnu til kaupa á æfingafatnaði. Til stóð að hópurinn færi erlendis í æfingaferð en hætt var við það vegna Covid. Stéttarfélögin hafa í gegnum tíðina komið að því að styrkja æskulýðs- og íþróttastarf á félagssvæðinu. Félögunum hafa borist kærar kveðjur frá unglingunum og foreldrum þeirra með þessum orðum, „Þúsund þakkir frá hópnum“.

Deila á