Frambjóðendur í heimsókn

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga litu við á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag og heilsuðu upp á starfsmenn og formann Framsýnar. Fengu þau leiðsögn um starfsemi stéttarfélaganna og helstu baráttumál félaganna er varða, byggða-, atvinnu- og velferðarmál. Stéttarfélögin óskuðu eftir góðu samstarfi við verðandi þingmenn flokksins enda afar mikilvægt að byggja upp gott traust milli þeirra sem kjörnir eru á þing á hverjum tíma og alþýðunnar í landinu. Heimsóknin fór vel fram og var ánægjuleg í alla staði.

Deila á