Hálfur milljarður úr ríkis­sjóði til innan­lands­flugs í fyrra

Innan­lands­flug hlaut styrk úr ríkis­sjóði upp á tæp­lega hálfan milljarð í fyrra, eða um 485 milljónir króna, en um er að ræða rúm­lega 25 milljóna króna aukningu frá árinu 2019. Á sama tíma fækkaði far­þegum tölu­vert milli ára og því um að ræða rúmlega 100 þúsund króna niðurgreiðslu á hvern farþega.

Þetta kemur fram í skrif­legu svari sam­göngu- og sveita­stjórnar­ráð­herra við spurningu Önnu Kol­brúnar Árna­dóttur, þing­manni Mið­flokksins, frá því í júní en RÚV greindi fyrst frá.

Ríkið niður­greiddi mest flug á Bíldu­dal og Gjögur árið 2020, eða upp á tæp­lega 215 milljónir króna, sem er hækkun um tæp­lega 68 milljónir króna milli ára. Þá var einnig flug niður­greitt á Vopna­firði, Þórs­höfn og Gríms­ey um tæp­lega 126 milljónir og Höfn um rúm­lega 144 milljónir króna, sem er lækkun milli ára.

Far­þega­fjöldi fyrir Bíldu­dal í fyrra var 1.917, 99 fyrir Gjögur, 863 fyrir Gríms­ey, 524 fyrir Vopna­fjörð, 455 fyrir Þórs­höfn, og 5.822 fyrir Höfn. Um er að ræða tölu­verða fækkun far­þega á öllum stöðum, fyrir utan Gjögur, milli ára.

Í heildina er flogið til 12 flug­valla um allt land af þremur flug­fé­lögum, Icelandair, Nor­landair, og Erni, en öll fé­lögin eiga það sam­eigin­legt að fljúga í gegnum Reykja­víkur­flug­völl.

Á­ætlunar­flug eru rekin á markaðs­legum for­sendum til fimm á­fanga­staða, Akur­eyri, Egils­staða, Ísa­fjarðar, Vest­manna­eyja og Húsa­vík. Vegna heims­far­aldurs Co­vid-19 voru þó flug­leiðir til Ísa­fjarðar og Egils­staða styrktar tíma­bundið.

Svarið í heild sinni má finna hér.

Þessi frétt er tekin úr Fréttablaðinu og fjallar um mál sem Framsýn hefur gert athugasemdir við. Það er að allt áætlunarflug á Íslandi sé ríkisstyrkt eða með ríkisábyrgð nema flugið til Húsavíkur. Forsvarsmenn Framsýnar munu funda með Samkeppniseftirlitinu í dag kl 14:00 og fara yfir málið þar sem félagið telur verulega halla á áætlunarflug til Húsavíkur, enda ekk ríkisstyrkt. Flugfélagið Ernir hefur séð um áætlunarflugið til Húsavíkur á markaðslegum forsendum.

Deila á