Frambjóðendur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningarnar, þær Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir alþingismaður og Jódís Skúladóttir lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG í Múlaþingi komu við hjá formanni Framsýnar í vikunni. Tilefnið var að taka stöðuna og hlusta eftir helstu áherslum félagsins í landsmálunum. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, kom skilaboðum félagsins vel á framfæri við gestina sem stefna á þing fyrir VG. Framsýn leggur mikið upp úr góðu samstarfi við frambjóðendur til Alþingis og skorar á þá að koma við og meðtaka skilaboð félagsins til verðandi þingmanna. Hvað það varðar hefur Framsýn sterkar skoðanir á málefnum líðandi stundar sem betur mega fara á hverjum tíma.