Íslensk ungmenni byrja snemma að vinna, mörg hver með námi, og í ýmsum starfsgreinum, t.d. í matvöruverslunum, á skyndibitastöðum og við blaðaútburð. Nokkuð er um að unga fólkið vinni langan vinnutíma og taki á sig ábyrgð umfram það sem aldur þeirra og þroski gefur tilefni til en ljóst er að því fylgir óhjákvæmilega álag.
Ungu fólki er hættara en hinum eldri við að lenda í vinnuslysum og óhöppum (heimild: Eurostat og vinnuslysaskrá Vinnueftirlitsins) en slíkt má rekja til skorts á þjálfun og starfsreynslu og vanþekkingar á mikilvægum þáttum er varða öryggi og heilbrigði við vinnu. Ungt fólk er ennfremur áhættusæknara en hið eldra og því hættara við að lenda í slysum og óhöppum.
Ljóst er að hátt hlutfall vinnuslysa, óhappa og áreitni meðal ungs fólks má að einhverju leyti rekja til þess að þessi hópur vinnur oft við slæmar aðstæður og óhentugt vinnuskipulag. Mikilvægt er að kenna ungu fólki hvernig verjast megi slysum, álagsmeinum og áreitni og stuðla þannig að vellíðan þessa hóps í vinnu bæði nú og síðar á starfsævinni.
- Áhættumat á störfum barna og unglinga
- Vinnuvernd – fræðsla fyrir ungt fólk.
- Vinna barna og unglinga (glærur til kynningar á reglugerð um vinnu barna og unglinga nr. 426/1999).
- Vinna ungmenna í matvöruverslunum – dreifibréf til verslunareigenda og stjórnenda.
- Helstu áhersluatriði og nýmæli í reglum um vinnu barna og unglinga.
- Vinna barna og unglinga – Lítið veggspjald (í A4-stærð) nr. 3, 2002.
- Vinna barna og unglinga – Íslenskt myndband, 3 mín. (2000).
- Vinnuverndarvikan 2006 – „Örugg frá upphafi!“, var helguð ungi fólki.
- Örugg frá upphafi – Upplýsingar fyrir atvinnurekendur og stjórnendur
- Örugg frá upphafi – Upplýsingar fyrir ungt fólk á vinnumarkaði
Ýmis hollráð:
Hollráð fyrir verkstjóra
Hollráð fyrir foreldra
Öryggi ungs starfsfólks á vinnustað
Rétturinn til heilbrigðis og öryggis á vinnustað