Tæpar 20 milljónir í fræðslustyrki til félagsmanna

Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2020 fengu 306 félagsmenn greiddar kr. 19.583.452,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum sem Framsýn á aðild að í gegnum kjarasamninga vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2019 var kr. 18.024.508,-. Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði þar um í kjarasamningum. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.

Deila á