Ort til nafna

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari var gestur á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn var í Mývatnssveit í lok maí. Hann kastaði þessari vísu á nafna sinn, Aðalstein Árna Baldursson formann Framsýnar.

„Enginn tekur eftir þér

auðmjúki nafni minn

Hógvær, hlýðinn eins og smér

hófsami drengurinn“

Deila á