Aðalfundur STH

Aðalfundur Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn fimmtudaginn 26. ágúst 2021 kl. 20:00 í fundasal stéttarfélaganna.


Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf
a) Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár
b) Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðastliðið ár
c) Tekin ákvörðun um árgjöld félagsmanna
d) Lagabreytingar, enda hafi tillögur til breytinga borist stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund
e) Kosning stjórnar samkvæmt 6. grein
f) Kosning endurskoðenda samkvæmt 6. grein
g) Kosning fulltrúa á þing B.S.R.B.
h) Kosning fulltrúa í orlofs-, ferðamála- og starfskjaranefnd

2. Önnur mál

Skorað er á félagsmenn til að mæta á fundinn og taka þátt í störfum félagsins. Boðið verður upp á kaffi, meðlæti og skemmtiatriði. Koma svo!

Stjórn STH

Deila á