Demantshringurinn kallar – sumarferð stéttarfélaganna

Stéttarfélögin bjóða félagsmönnum og gestum þeirra upp á  magnaða sumarferð 2021. Sumarferðir stéttarfélaganna hafa fram að þessu notið töluverðra vinsælda. Nú er komið að því að fara Demantshringinn með rútu frá Húsavík. Farið verður í ferðina laugardaginn 28. ágúst. Um er að ræða dagsferð þar sem náttúruperlur eins og Mývatn, Dettifoss, Selfoss, Hafragilsfoss, Hólmatungur, Vesturdalur/Hljóðaklettar og Ásbyrgi verða skoðaðar undir leiðsögn staðkunnugra. Jafnvel verður gengið á Eyjuna gefist tími til þess. Þá verður boðið upp á veitingar á leiðinni og grillað ef veður leyfir á einhverjum góðum áningarstað.  Hægt verður að bóka sig í ferðina á Skrifstofu stéttarfélaganna til 15. júlí. Verðið er kr. 5.000,- per félagsmann og gesti sem greiðist við skráningu eða í síðasta lagi 15. júlí. Innifalið er rútuferðin, grill og leiðsögn. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna.

Deila á