Rúmlega hálfur milljarður í atvinnuleysisbætur

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum fengu 444 félagsmenn innan Framsýnar greiddar kr. 579.133.508,- í atvinnuleysisbætur á síðasta ári. Greiðslurnar koma úr Atvinnuleysistryggingasjóði.  Eins og kunnugt hefur atvinnuleysið á Íslandi verið í sögulegu hámarki er tengist Covid faraldrinum. Að meðaltali hafa um 300 til 400 einstaklingar verið án atvinnu í Þingeyjarsýslum undanfarna mánuði. Því er spáð að atvinnuleysið lagist verulega þegar líður á árið.

Deila á