Stutt í grínið

Á fund stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar í gærkvöldi mættu tvær fyrrverandi stjórnarkonur úr stjórn Framsýnar til að heiðra sitjandi formann félagsins, Aðalstein Árna, sem nýlega átti stórafmæli. Þetta voru þær Kristbjörg Sigurðardóttir fyrrverandi varaformaður og Kristrún Sigtryggsdóttir. Eftir stuttar tækifærisræður og myndband þar sem sjá mátti verkalýðsforingja víða um land og rúmlega það færa formanni Framsýnar afmæliskveðjur færðu þær honum afmælisgjafir. Að sjálfsögðu þakkaði formaður stjórnarkonunum fyrir veglegar gjafir og falleg orð í hans garð.

Þessi þrjú störfuðu lengi saman að verkalýðsmálum. Þær Kristbjörg og Kristrún færðu formanni Framsýnar ýmsar gjafir á fundinum í gær.
Deila á