Ferðaþjónustan að lifna við

Fulltrúi Framsýnar gerði sér ferð í Fosshól um helgina. Á Fosshóli við Goðafoss er rekið gisti-og veitingahús. Einnig er hægt að leigja tjaldstæði á staðnum. Það er í fallegu umhverfi enda Goðafoss einn fallegasti foss landsins og reyndar svæðið allt. Benedikt og Salbjörg Ragnarsdóttir voru að vinna. Að þeirra sögn er ferðamönnum farið að fjölga sem heimsækja staðinn.

Deila á