Orlofshús gerð klár

Um næstu helgi fara orlofshús og íbúðir á vegum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í útleigu en gríðarleg ásókn er í húsin/íbúðirnar í sumar. Í morgun voru fulltrúar stéttarfélaganna að gera orlofshús Framsýnar í Dranghólaskógi klárt fyrir útleigu á föstudaginn. Guðni Már Kjatansson hjá Fatahreinsun Húsavíkur var að setja upp filmur í nokkra glugga.  Þess má geta að Fatahreinsun Húsavíkur sérhæfir sig í þjónustu við einstaklinga og fyrirtæki sem þurfa á filmum að halda fyrir glugga auk þess að bjóða upp á merkingar s.s. á bíla og fatnað.

Deila á