Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar ásamt stjórn Framsýnar ung mun koma saman til fundar fimmtudaginn 27. maí kl. 17:00. Markmið fundarins er að fara yfir lagabreytingar sem leggja þarf fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Þá verður einnig farið yfir ársreikninga félagsins vegna síðasta starfsárs.