Vinaleg heimsókn í Stórutjarnir

Fulltrúar Framsýnar voru beðnir um að vera með kynningu fyrir nemendur Stórutjarnaskóla í gær, það er kynningu á starfsemi stéttarfélaga og helstu réttindum ungs fólks sem er að hefja sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Kynningin náði til nemenda í níunda og tíunda bekk skólans. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni og formaður Framsýnar-ung, Guðmunda Steina sáu um kynninguna sem gekk afar vel enda nemendurnir afar fróðleiksfúsir. Nemendurnir fengu smá gjöf frá Þingiðn, það er handklæði eins og þau gerast best. Með þessari frétt eru nokkrar myndir sem teknar voru í heimsókninni.  

Drottningarnar þrjár, Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar, Herðubreið og Guðmunda Steina Jósefsdóttir formaður Framsýnar- ung. Ósk er starfsmaður Stórutjarnaskóla en hún aðstoðaði Aðalstein Árna og Guðmundu Steinu við kyningunna.

Framsýn hefur í gegnum tíðina átt mjög gott samstarf við skólastjóra Stórutjarnaskóla, Ólaf Arngrímsson, varðandi fræðslumál er viðkemur nemendum skólands og snýr að réttindum ungs fólks á vinnumarkaði. Sama á við um starfsmannamálin enda flestir almennir starfsmenn skólans í Framsýn, það er fyrir utan kennara og þeirra sem ráðnir eru til skólans á forsendum menntunar. Ólafur hefur tilkynnt að hann muni hætta sem skólastjóri Stórutjarnaskóla í sumar.  Hann hefur verið starfandi kennari og skólastjóri í samtals 40 ár og þar af 38 ár sem skólastjóri.  Hann er með lengstan starfsaldur allra skólastjóra grunnskóla á Íslandi, sem nú eru við störf. Ólafur byrjaði sem kennari við Skútustaðaskóla í Mývatnssveit 1978. Framsýn vill nota tækifærið og þakka Ólafi fyrir samstarfið í gegnum tíðina sem hefur verið með miklum ágætum.

Deila á