Ánægðir með nýja skipið Jökul ÞH

Formaður Framsýnar leit við í Hafnarfjarðarhöfn þegar Jökull ÞH var við það að fara í sína fyrstu veiðiferð fyrir GPG-Fiskverkun fyrir helgina. Aðalsteini Árna var boðið að skoða skipið sem er allt hið glæsilegasta. Gunnlaugur Karl eigandi GPG var að sjálfsögðu ánægður með skipið sem og aðrir í áhöfninni. Reiknað er með að Jökull landi á Húsavík eftir nokkra daga. Framsýn óskar GPG til hamingju með glæsilegt skip en fyrirtækið er með starfsemi á Húsavík og Raufarhöfn á félagssvæði Framsýnar og veitir fjölda fólks atvinnu í landi og á sjó.   

Útgerðarmenn ræða málin. Gunnlaugur Karl eigandi GPG og Aðalsteinn Ómar Ásgerirsson útgerðarmaður á Ísafirði.

Þórður skipstjóri var mjög ánægður með nýja skipið og sá því fulla ástæðu til að brosa.

Kokkurinn var klár í slaginn og stóð vaktina í matsalnum.

Jökull ÞH hélt til veiða fyrir helgina og er væntanlegur til Húsavíkur á næstu dögum eftir vonandi velheppnaða veiðiferð.

Deila á