Réttindi launamanns þegar fyrirtæki fá stuðning úr ríkissjóði

Komi til þess að launamaður taki við öðru launuðu starfi eða hefji sjálfstæðan rekstur, sem leiðir til þess að atvinnurekandi fellir niður launagreiðslur áður en uppsagnarfresti hans lýkur, fellur niður réttur atvinnurekanda til stuðnings vegna viðkomandi launamanns. Ef launamaður fær á hinn bóginn launagreiðslur áfram frá fyrri atvinnurekanda er stuðningur greiddur að skilyrðum uppfylltum.

Hafi atvinnurekandi þegið stuðning vegna hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti ber honum að upplýsa þá launamenn, sem hann fékk greiddan stuðning vegna, um áform sín um að ráða að nýju í sambærilegt starf og gera þeim starfstilboð. Skyldan fellur niður að 12 mánuðum liðnum frá uppsagnardegi en í síðasta lagi 30. júní 2021. Viðkomandi launamaður skal eiga forgangsrétt að starfinu og skal svara tilboði um starf innan tíu virkra daga frá því að honum barst tilboðið.

Deila á