Fróðleikur – tilgreind séreign

Á árinu 2020 voru allar greiðslur úr tilgreindri séreignardeild hjá Lsj. Stapa vegna umsókna sjóðfélaga 64 ára eða eldri. Heildargreiðslur lífeyris námu 1.628 þ.kr. samanborið við 1.203 þ.kr. árið áður.

Hefja má úttekt úr tilgreindri séreign við 62 ára aldur og skulu greiðslur að lágmarki dreifast fram til 67 ára aldurs. Einnig er hægt að sækja um útgreiðslu vegna örorku, ef rétthafi verður að hætta störfum vegna örorku áður en hann nær 62 ára aldri, eða vegna andláts sjóðfélaga. Við andlát rétthafa öðlast erfingjar hans rétt til innstæðunnar eftir reglum erfðalaga.

Deila á