Lagfæringar á íbúð tókust vel

Nýlega var tekin ákvörðun um að skipta um parket á íbúð Framsýnar í Þorrasölum, íbúð 201, en stéttarfélögin Þingiðn og Framsýn eiga 5 íbúðir í fjölbýlishúsinu. Ástæðan var að vatn flæddi um gólfið með þeim afleiðingum að parketið skemmdist. Tryggingarnar samþykktu að leggja til nýtt parket á íbúðina. Sá mikli snillingur, Gísli Stefánsson smiður, var fenginn í verkið sem tókst í alla staði mjög vel. Gísli er ættaður úr Reykjahverfi við Húsavík.

Deila á