Áskorun frá Árgangi 60 – söfnum fyrir endurbótum á Húsavíkurkirkju

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu er löngu tímabært að ráðast í verulegar endurbætur á Húsavíkurkirkju.  Ekki hefur verið gerð ítarleg verk- og kostnaðaráætlun en gróf kostnaðaráætlun vegna viðgerða á turni er um 10 milljónir.  Síðan þarf að halda áfram kostnaðarsömum viðgerðum á öðrum hlutum kirkjunnar. Fyrirliggjandi er að kostnaður við heildar framkvæmdir mun hlaupa á einhverjum tugum milljóna.  Kirkjan á hins vegar enga sjóði til að standa undir viðgerðum sem  þessum og þeir opinberu sjóðir sem hægt er að leita til vegna framkvæmda af þessu tagi eru févana. Því hafa verið stofnuð Hollvinasamtök Húsavíkurkirkju til að leggja þessu máli lið og afla fjár til hvers konar viðhalds og endurbóta á Húsavíkurkirkju.

Árgangur 1960 frá Húsavík hefur ákveðið að leggja þessari mikilvægu söfnun til 266.000 króna framlag um leið og skorað er á aðra árganga frá Húsavík að gera slíkt hið sama, það er að leggja söfnunarátakinu lið með fjárframlagi.

Frekari upplýsingar um verkefnið veitir stjórn Hollvinasamtaka Húsavíkurkirkju, hana skipa:

Heiðar Hrafn Halldórsson, sími: 866-7100, netfang: hezman10@gmail.com

Jóna Matthíasdóttir, sími: 866-1848, netfang: jonamatta@gmail.com

Sólveig Mikaelsdóttir, sími: 895-0466, netfang: solveigmikaels@gmail.com

Deila á