Ragnar Þór Ingólfsson kom ásamt forsetateymi ASÍ til fundar við stjórnir Þingiðnar og Framsýnar á þriðjudaginn. Við það tækifæri færði formaður Framsýnar Ragnari Þór blómvönd frá félaginu en hann var nýlega endurkjörinn sem formaður VR til næstu tveggja ára eftir harða kosningabaráttu við Helgu Guðrúnu Jónasdóttir. Svo fór að Ragnar sigraði með miklum yfirburðum. Eftir að Ragnar Þór tók við VR fyrir nokkrum árum hafa félögin, Framsýn og VR, átt mjög gott samstarf um málefni launafólks og störfuðu m.a. þétt saman í síðustu kjarasamningum þegar svonefndur Lífskjarasamningur var gerður.