Norðurþing og Framsýn stéttarfélag hafa endurnýjað samkomulag sem aðilar gerðu með sér síðasta sumar og varðar launakjör unglinga á aldrinum 16 til 17 ára sem verða þátttakendur í sérstöku átaksverkefni á vegum Norðurþings í sumar. Þá er um það samið að Framsýn komi að því að fræða starfsmenn um réttindi og þeirra skyldur á vinnumarkaði. Samkomulags þess efnis var undirritað í vikunni og gildir sumarið 2021.