Í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna sem kom út fyrir jólahátíðina var myndagáta sem lesendum gafst tækifæri á að leysa. Mikill fjöldi lesenda skilaði inn lausnum á gátunni. Í dag var komið að því að draga þann heppna út. Niðurstaðan liggur fyrir sem verður kunngerð eftir helgina.
Gunnhildur Gunnsteinsdóttir starfsmaður Sparisjóðs Suður- Þingeyinga var fengin til að draga þann heppna út. Hver vann? meira um það eftir helgina. Linda Bald starfsmaður stéttarfélaganna er með Gunnhildi á myndinni en hún hélt utan um getraunina.