Hefja starfið af miklum krafti

Stjórn og varastjórn Framsýnar kemur saman til fundar næstkomandi mánudag kl. 17:00. Að venju verður stjórn Framsýnar-ung boðuð á fundinn. Hefð er fyrir því innan félagsins að boða varamenn stjórnar félagsins og stjórn Framsýnar-ung á alla stjórnarfundi. Þannig er tryggt gott lýðræði í félaginu sem mörg önnur félagasamtök mættu taka sér til fyrirmyndar. Dagskrá fundarins er nokkuð löng að venju.

Stjórnarfundur í Framsýn mánudaginn 18. janúar 2021

Dagskrá:

1. Fundargerð síðasta fundar

2. Inntaka nýrra félaga

3. Aðalfundur Sjómannadeildar félagsins

4. Ávöxtun fjármuna félagsins

5. Skuldastaða fyrirtækja

6. Samkomulag vegna VHE

7. Heimild formanns 2021

8. Stofnanasamningar

9. Vinnutímabreytingar/ ríki-sveitarfélög

10. Kjörtímabil stjórnar og trúnaðarráðs

11. Orlofsmál 2021

12. Viðgerðir á Þorrasölum 1-3/íbúð 201

13. Starfsmannamál

14. Trúnaðarmannanámskeið

15. Samstarf við Verkalýðsfélag Þórshafnar

16. Formannafundur SGS

17. Félagsmannasjóður

18. Atvinnuleysi á félagssvæðinu

19. Samstarf fræðslusjóða innan SGS og LÍV

20. Önnur mál

Deila á