Trúnaðarmannanámskeið í apríl

Því miður hefur ekki tekist að halda trúnaðarmannanámskeið á vegum stéttarfélaganna undanfarna mánuði sem tengist Covid 19. Nú ætlum við að blása veiruna í burtu og blása námskeiðið á dagana 19. – 20. apríl nk. enda hafi okkur tekist að berja niður veiruna og heilbrigðisyfirvöld hafi heimilað að menn geti staðið fyrir námskeiðum sem þessum. Skorað er á trúnaðarmenn að skrá sig sem fyrst. Það gera menn með því að fara inn á heimasíðu MFA eins og áður. Nánar um það síðar. Koma svo!

Deila á