Um 68 milljónir úr sjúkrasjóði til félagsmanna á árinu 2020

Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar fyrir áramótin til að úthluta úr sjóðnum til félagsmanna vegna umsókna um styrkveitingar fyrir desember.  Samtals fengu félagsmenn greiddar um 7,7 milljónir í styrki fyrir síðasta mánuð ársins. Stjórnin kemur saman mánaðarlega og tekur fyrir umsóknir félagsmanna um sjúkaradagpeninga vegna veikinda og annarra styrkja s.s. vegna sálfræðikostnaðar, líkamsræktar og sjúkraþjálfunar. Í heildina fengu félagsmenn Framsýnar greiddar um 68 milljónir í styrki á árinu 2020 sem er í hærra lagi sé tekið mið af meðaltals styrkveitingum síðustu ára. Sem betur fer er Framsýn fjárhagslega sterkt stéttarfélag og hefur því burði til að styðja vel við bakið á félagsmönnum í þeirra veikindum og heilsurækt.  

Deila á